Af námsmati

17.2.2012

Prófateymi/námsmatsteymi Áslandsskóla hefur í vetur verið með námsmat og próf í endurskoðun.  Ákveðið var snemma í vetur að setja upp tvær prófalotur í unglingadeild skólans og er sú fyrri þegar afstaðin.

{nl}

 

{nl}

Þegar ný Aðalnámskrá grunnskóla er grandskoðuð og í kjölfar fyrirlestra og umræðna meðal skólafólks víða um land á síðustu misserum, kemur í ljós að umfjöllun um námsmat fellur að þeim hugmyndum um leiðsagnarmat/símat sem við höfum lagt upp með hér í Áslandsskóla á undanförnum árum.

{nl}

 

{nl}

Því hefur verið ákveðið að prófateymið/námsmatsteymið einbeiti sér að gagnaöflun er tengist leiðsagnarmati í skólanum sem virkar þá sem nokkurs konar forvinna við gerð nýrrar skólanámskrár Áslandsskóla.  Enn fremur hefur verið ákveðið að falla frá síðari prófalotu sem fyrirhuguð var á vorönn 2012.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is