Vinabekkir: Ægisheimar og Hulduheimar

8.10.2011

Vinabekkirnir, 4.JDL-Ægisheimar og  9.MR-Hulduheimar, hittust í vinavikunni og spiluðu saman félagsvist.

{nl}

9. bekkingar höfðu lært fræðin á Laugum og gátu því kennt 4. bekkingum hvernig ætti að trompa, "bekenna" og ná sem flestum slögum. Báðir bekkir voru til fyrirmyndar, ekki var að heyra í stofunni að þar væru 45 nemendur og við kennarar vorum afar stoltir af okkar nemendum.

{nl}

Kennslustundin endaði svo á því að vinirnir skiptust á skreyttum bókamerkjum.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is