Örnámskeið: Uppeldisaðferðir foreldra og velferð barna og unglinga

4.9.2011

Menntavísindasvið Háskóla Íslands býður upp á fjögur örnámskeið á miðvikudagskvöldum í september fyrir foreldra og forráðamenn. Námskeiðin fara fram í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í stofu H-101 og stendur frá kl. 20.00-22.00.

{nl}

Miðvikudaginn 7. september
Ræðum saman heima: Uppeldisaðferðir foreldra og velferð barna og unglinga
Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor heldur örnámskeið fyrir foreldra þar sem samskipti foreldra og barna verða í brennidepli. Áhersla verður lögð á vænlegar leiðir foreldra við að hlúa að margvíslegum þroska barna sinna; einnig velferð þeirra í tengslum við vímuefnaneyslu og námsgengi. Sérstaklega verður hugað að því hvernig vinna megi með ágreiningsmál. Umfjöllunina byggir Sigrún meðal annars á eigin rannsóknum.

{nl}

Miðvikudaginn 14. september
Áhrif tónlistarnáms á heila

{nl}

Miðvikudaginn 21. september
Börn og næring

Miðvikudaginn 28. september
Fjallað verður um sjálfbæra þróun og sjálfbærnimenntun í nýrri aðalnámskrá

{nl}

Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu Heimili og skóla.

Heitt á könnunni og allir velkomnir.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is