Grunnskólahátíð

1.3.2009

 {nl}

Fimmtudaginn 5. mars verður Grunnskólahátíð ÍTH haldin í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Grunnskólahátíð er vímulaus skemmtun unglinga í Hafnarfirði sem þeir sjálfir búa til og móta í samstarfi við starfsfólk ÍTH og skólanna.

{nl}

Hátíðin er tvískipt. Haldin er sýning þar sem unglingarnir koma fram og sýna leikrit og skemmtiatriði í íþróttahúsinu Víðistaðaskóla. Þá er haldið risaball um kvöldið þar sem landsfrægir skemmtikraftar stíga á stokk.

{nl}

·         Leiksýningar og skemmtiatriði kl. 13 og 15 í íþróttahúsi Víðistaðaskóla.

{nl}

·         Dansleikur unglinganna verður um kvöldið og opnar húsið kl. 19.30. Sign, Buff og Kicks munu halda uppi fjörinu.

{nl}

Aðgangseyrir kr. 2000 og fer miðasala fram í Ásnum þann 4. mars.

{nl}

Rútur verða frá Áslandsskóla kl.19.00

{nl}

 

{nl}

Athygli skal vakin á því að frí er í skólanum í unglingadeild frá hádegi fimmtudaginn 5. mars og frí er í fyrstu þremur tímum á föstudeginum 6. mars.

{nl}

Áslandsskóli er með söng- og dansatriði úr söngleikjavali unglingadeildar undir stjórn Díönu Ívarsdóttur.

{nl}

 

{nl}

Foreldrar og forráðamenn eru sérstaklega hvattir til að koma á seinni sýninguna kl. 15.00  og kynna sér það frábæra starf sem unglingar í Hafnarfirði eru að vinna.

{nl}

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is