Fótboltamyndir

22.1.2009

Kæru forráðamenn

Nemendur safna nú fótboltamyndum í gríð og erg.
Þessar myndir hafa valdið óróa í nemendasamskiptum, bæði í frímínútum og jafnvel "bak við tjöldin" í kennslustundum.
Því hefur sú regla verið sett að nemendum er heimilt að hafa þær með í fuglaveislur, en að öðru leyti eiga þær að vera eftir heima þegar nemandi heldur í skólann.

Fótboltakveðja
Leifur S. Garðarsson
Skólastjóri

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is