Hættu áður en þú byrjar

1.12.2008

Mánudaginn 8. desember og þriðjudaginn 9. desember fáum við góða gesti í skólann.

{nl}

Um er að ræða forvarnafræðslu sem Áslandsskóli, félagsmiðstöðin Ásinn og Foreldrafélag Áslandsskóla standa fyrir.  Fræðslan verður annars vegar fyrir nemendur á skólatíma og hins vegar fyrir foreldra barna í 8.-10. bekk þriðjudagskvöldið 9. desember frá kl. 19:30-22:00.

{nl}

{nl}

Markmiðið með fræðslunni er að fá nemendur til að taka afstöðu gegn fíkniefnum og notkun þeirra og að þeir skilji hverjar afleiðingarnar geta orðið.

{nl}

{nl}

Mikil áhersla er lögð á að börn og foreldrar fái sömu fræðsluna þó að nálgunin sé ólík á fundunum. Er það gert í þeim tilgangi að skapa umræðugrundvöll um vímuefni og notkun þeirra inni á heimilunum, því foreldrar eins og flestir vita eru besta forvörnin.

{nl}

Einnig er rætt um hvert foreldrar geta snúið sér til að fá aðstoð vegna barna sinna.

{nl}

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is