Símafrí í Áslandsskóla

30.4.2024


Nú er apríl á enda og ákvörðun fræðsluráðs um símafrí í skólum lokið.
Í framhaldi hefur verið tekin ákvörðun um næstu skref í samráði við kennara, stjórnendur og skólaráð. Allir aðilar voru sammála um að þessi tilraun hafi tekist vel og margt jákvætt komið fram í símafríinu. Eftir ályktun skólaráðs, viðræðum við kennara og stjórnendur skólans þá var tekin eftirfarandi ákvörðun: Símalaus skóli heldur áfram út þetta skólaár með smá breytingu.


Það verður símalaus skóli mánudaga- fimmtudaga og sími leyfður á föstudögum. Á föstudögum setja nemendur símann sinn í símahótel í kennslustundum. Ef nemendur fá leyfi til að vinna frammi þá skila þau síma í símahótel hjá viðkomandi kennara og á þetta við um alla daga í vikunni.
Aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri unglingadeildar fóru í alla bekki í dag og kynntu þetta fyrir nemendum.
Þessi tilraun mun gilda út þetta skólaár og í framhaldi munum við vinna í sameiningu með nemendum, kennurum, skólaráði, foreldrafélaginu hvernig við sjáum símareglur í Áslandsskóla til framtíðar.


Við viljum einnig vekja athygli á að símafrí gildir um alla foreldra og gesti sem koma inn í skólann, virðum regluna og verum fyrirmynd.
Munum að góðir hlutir gerast hægt, með skýrum reglum og skýru viðmóti frá okkur öllum munum við ná að viðhalda þeirri góðu menningu sem við höfum haft í unglingadeild Áslandsskóla.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is