• Image3

Vitundarvakning um einhverfu í Áslandsskóla

Nemendur í mið- og unglingadeild horfðu á myndina „Hvernig Titanic varð björgunarbáturinn minn“.

18.4.2023

Síðustu daga hefur Áslandsskóli verið með vitundarvakningu um einhverfu. Nemendur í mið- og unglingadeild horfðu á myndina „Hvernig Titanic varð björgunarbáturinn minn“.

Á dögunum kom Brynjar sem myndin fjallar um í heimsókn til okkar og átti samtal við nemendur. Hann sagði frá sjálfum sér og svaraði spurningum. Vitundarvakningin tókst mjög vel og nemendur sýndu mikinn áhuga og fengu tækifæri til að kynnast einstakling á einhverfurófinu.

Það efni sem við notuðum einnig varðandi vitundarvakningu og fræðslu er nýlegur bæklingur Einhverfusamtakanna ásamt því að nýta færslu á Facebook síðunni Marglitur Mars.

Hér er linkur á bæklinginn https://www.einhverfa.is/static/files/skrar/einhverfa_web.pdf

Þetta var virkilega vel heppnuð samverustund sem vakti upp ýmsar spurningar og gagnlegar umræður í kjölfarið.

ImageImage2Image1


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is