Áslandsskóli veit svarið

22.3.2022

Mánudaginn 14. mars fór fram úrslitakeppni „Veistu svarið“ í bæjarbíó. Veistu svarið, er spurningakeppni grunnskólanna í Hafnarfirði og er keppnin með útsláttarfyrirkomulagi. Skólarnir sem tóku þátt voru: Nú framsýn menntun, Lækjaskóli, Víðistaðaskóli, Hraunvallaskóli, Setbergsskóli, Hvaleyraskóli, Áslandsskóli og Öldutúnsskóli.

Í 4.liða úrslitum kepptu Hraunvallaskóli - Setbergsskóli og Hvaleyraskóli - Áslandsskóli og í úrslitum á mánudaginn kepptu Setbergsskóli og Áslandsskóli í æsispennandi viðureign.

Keppt var í hraðaspurningum í 90 sekúndur, vísbendingaspurningum, bjölluspurningum, hljóðdæmi og þríþraut.

Skemmst er frá því að segja að lið Áslandsskóla sigraði með 28 stig á móti 23 stigum Setbergsskóla og er því sigurvegari Veistu svarið árið 2022.

Lið Áslandsskóla:
Óskar Karl Ómarsson
Ellý Hákonardóttir Uzureau
Þorsteinn Ómar Ágústsson

Þjálfari:
Þórdís Lilja Þórsdóttir



Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is