FÖRUM VARLEGA Í UMFERÐINNI

9.11.2023

Nú er gott veður og mjög gaman að leika sér úti. Mikil erum um nemendur í umferðinni í hverfinu okkar okkar, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.

Við hvetjum ykkur til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo fækka megi bílum sem aka að skólanum á morgnana. En þeir sem aka börnum sínum í skólann er bent á akavarlega og virða gangbraut við bílastæði þar sem myrkur, skyggni og lýsing er breytilegt. Að vera börnum sínum góð fyrirmynd í umferðinni er öflugasta fræðslan ásamt því að kenna þeim um lög og reglur sem eru í gildi. Áður en barn fer eitt af stað er mikilvægt að það kunni umferðarreglur, hvernig þau eiga að komast yfir götu (t.d. yfir gangbraut) að þau þekki öruggustu leiðina og að þeim sé í raun treystandi til að hjóla án fylgdarmanns.

Hafnarfjarðarbær gaf öllum nemendum í 1. Bekk endurskinsmerki þannig að allir eiga að sjást vel í myrkrinu. Mjög mikilvægt að við öllu gætum að því að hafa endurskinsmerki og sjást vel. Hvetjum við sem koma á bílum að aka varlega um hverfið og í kringum skólann. 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is