Vinavika í Áslandsskóla 6. - 10.nóv.

4.11.2023

Við ætlum að gera okkur dagamun og breyta frá hefðbundinni kennslu mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Þessa þrjá daga verður kennsla frá 8:10-13:10 og frístundaheimili opnar kl. 13:10 alla dagana fyrir þá sem þar eiga pláss. Það verður síðan kennsla skv. stundaskrá fimmtudag og föstudag.

Á mánudaginn munum við setja vinavikuna á sal og hafa söngstund fyrir alla nemendur og starfsfólk.Þriðjudag og miðvikudag ætlum við að hafa Fjölgreindarleika og þá er nemendum skipt í hópa og fer hópurinn á ýmsar stöðvar um allan skólann þessa tvo daga.

Fimmtudaginn og föstudaginn verður kennsla skv. stundaskrá en við endum vinavikuna með sameiginlegri morgunstund á föstudeginum kl. 8:10.

Við hlökkum til að eiga vinalega viku með nemendum og starfsfólki.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is