Íþróttir - Menningardagar 2024

22.3.2024

Menningardögum 2024 er lokið og tókust þeir einstaklega vel. Þemað í ár var íþróttir og unnu deildir skólans í fjölbreyttum verkefnum er sett voru upp og var skólinn skreyttur hátt og lágt. Dyrnar voru síðan opnaðar öllum þeim sem vildu koma og njóta afrakstursins og gleðinnar fimmtudaginn 21. mars. 

Glæsileg dagskrá var á sal þar sem hápunkturinn var uppsetning 3. bekkja á Grease söngleiknum en einnig stigu nemendur yngri- og miðdeildar upp með tónlistaratriðum, söng og dansi. Kaffihúsið Sportás bauð upp á veitingar á efri hæðinni og hafði 10. bekkur veg og vanda að því.





Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is