Verðlaun í Stóru upplestrarkeppninni og smásagnasamkeppni

22.3.2024

Axel Høj Madsson og Kolbrún Hilmarsdóttir voru glæsilegir fulltrúar Áslandsskóla á Stóru upplestrarkeppninni í ár er haldin var í Víðistaðarkirkju 19. mars.

Átján nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar tóku við viðurkenningu úr hendi Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands eftir að hafa flutt sína texta og ljóð.

Nemendurnir fluttu brot úr skáldverkinu Hetja, eftir Björk Jakobsdóttur og ljóð úr bókinni 2. umferð eftir skáld keppninnar, Braga Valdimar Skúlason. Það fór svo að Axel Høj hreppti 2. sætið í keppninni og var vel að því kominn.

Samhliða Stóru upplestrarkeppninni voru veitt verðlaun fyrir bestu smásögurnar í unglingadeild grunnskóla Hafnarfjarðar. Þar var viðfangsefnið alveg opið þetta árið.

Gaman er að segja frá því að einn af fulltrúum Áslandskóla hún Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir í 9. bekk HHR hlaut önnur verðlaun í keppninni. Sagan hennar nefnist Ýsurnar Hafnarfirði og segir frá tveimur vinum sem fara í veiðiferð niður á höfn og ýmislegt óvænt gerist í ferðinni. Glæstur árangur hjá þessum bráðefnilega höfundi.




Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is