Jóladagskrá Áslandsskóla 2023

14.12.2023


Kæru foreldrar og forráðamenn

Næsta vika 18.-20.desember er síðasta vika fyrir jólafrí.  Hér koma upplýsingar varðandi þessa viku. Við minnum á jólasiðinn okkar, frjáls framlög frá nemendum og starfsfólki til styrktar Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar.

 

Mánudagur 18.desember

Mánudagur er hefðbundinn skóladagur og kennsla skv. stundaskrá. 

 

Þriðjudagur19. desember

Á þriðjudaginn kl. 8:10 ætlum við að hafa jólasöngstund á sal. Söngstundin verður fyrstu tvær kennslustundirnar svo ekki verður hefðbundin íþróttakennsla né sundkennsla þessar tvær kennslustundir og allir nemendur mæta því í skólann kl. 8:10.  Eftir söngstundina er hefðbundinn kennsludagur og kennt skv. stundaskrá. Við hvetjum nemendur til að koma i rauðu eða einhverju jólalegu þennan dag.

Það verður hátíðarmatur og ís þennan dag og öllum nemendum og starfsfólki er boðið í mat og ís.

 

Jólaballið fyrir 6.bekk verður kl. 10.00-11:00 en nemendur sækja leikskólanemendur á Tjarnarás og bjóða þeim á jólaball.

 

Jólaskemmtun fyrir 7. – 10. bekk er seinnipartinn, sjá dagskrá hér fyrir neðan.

 7. bekkur Jólaball  kl. 17:30-19:00.

 8., 9. og 10. bekkur  stofujól og jólaskemmtun kl. 19:00- 22:00. 


Miðvikudagur 20.desember er sveigjanlegur dagur með stofujólum og jólaballi. Nemendur mega mæta í einhverju rauðu eða jólalegu þennan dag. 

Nemendur mæta í skólann sem hér segir:

 1. bekkur mætir kl. 8:10 í skólann

Jólaball kl. 9:00 – 09:30 / stofujól kl. 8:10 – 9:00

2. bekkur mætir kl. 8:15 í skólann 

Jólaball kl. 8:15 – 8:45 / stofujól kl. 8:45 – 09:35

3. bekkur mætir kl. 8:40 í skólann 

Jólaball kl. 09:30 – 10:00 / stofujól kl. 8:40 – 09:30

4. bekkur mætir kl. 10:00 í skólann

Jólaball kl. 10:00 – 10:30 / stofujól kl. 10:30 – 11:20

5. bekkur mætir kl. 10:30 í skólann

Jólaball kl. 10:30 – 11:00 / stofujól kl. 11:00 – 11:50

6. Bekkur mætir kl. 10:30 í skólann

Stofujól kl. 10:30 -11:30                      

7. bekkur mætir kl. 10:30 í skólann

Stofujól kl. 10:30 -11:30

Í lok stofujóla hjá 5. bekk afhendum við Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar söfnunarfé kl. 11:50

Starfsfólk Áslandsskóla sendir nemendum sínum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Við þökkum ykkur fyrir gott samstarf á árinu og megi nýja árið færa okkur öllum gleði og gæfuríka daga.

 Skólastarf nemenda hefst að nýju miðvikudaginn 3. janúar 2024 og mæta þeir í skólann skv. stundaskrá.

 

Gleðilega jólahátíð.

Unnur Elfa


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is