Vinavika - sáttmáli gegn einelti

7.- 11. nóvember

14.11.2022

Dagur gegn einelti var 8.nóvember. Þetta var Grænn dagur og þá voru nemendur hvattir til að mæta í einhverju grænu í skólann. Við byrjuðum daginn á því að allur skólinn mætti á sal kl. 8:10 og voru þar sungin vinalög. Í vikunni undirrituðu nemendur sáttmála um einelti ásamt því að vinna fleiri verkefni tengd einelti og vináttu. Sáttmálinn er sýnilegur í anddyri skólans og hljóðar svona:

"Við nemendur í Áslandsskóla líðum aldrei einelti. Við erum sammála um að vinna saman gegn einelti. Koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur, vera vinir og bera virðingu fyrir hvert öðru."



Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is