10. bekkur sigraði í Fjármálaleikunum

19.3.2021

10. bekkur bar sigurorð í Fjármálaleikum Fjármálavits þetta árið og hlutu að launum 150.000 krónur í verðlaunfé auk farandbikars. Af því tilefni fengum við heimsókn frá Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, sem hélt smá tölu fyrir krakkana og kennara og afhenti bekknum verðlaunin.

10. bekkurinn ákvað að gefa helming þessarar upphæðar til góðargerðarmála og eftir kosningu ákváðu þau að styrkja Alzheimer samtökin á Íslandi um 75.000 krónur.  Sannarlega flottir fulltrúar skólans og óskum við þeim og kennurum þeirra innilega til hamingju með árangurinn.

Hér eru nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is