Erasmus heimsókn erlendra gesta í Áslandsskóla

12.10.2021

Dagana 30. september og 1. október heimsóttu okkur 6 aðilar frá Pólandi og Rúmeníu í tengslum við Erasmus verkefni skólans. Þær Lilja Dögg Gylfadóttir og Guðný Haraldsdóttir, kennarar hér við Áslandsskóla, halda utan um þetta verkefni fyrir okkar hönd og skipulögðu þær þessa heimsókn og sýndu af sér einskæra gestrisni. Gestir okkar skoðuðu skólann og fylgdust með kennslu og tómstundaiðju á staðnum. Margar góðar hugmyndir urðu til í kjölfarið sem er góð viðbót í þetta skemmtilega verkefni. Verkefnið er liður í hornstoðum skólans, hnattrænn skilningur og er 3ja ára verkefni.

Samhliða því að kíkja í heimsókn í skólann með hópnum voru skipulagðar upplifanir á landinu okkar fyrir hópinn. Hafnarfjörður og Reykjavík voru þrædd með ýmsum áfangastöðum s.s. Fly Over Iceland, Hörpu og Hallgrímskirkju. Hópurinn fór svo Gullna hringinn og á Þingvelli eins og öllum ferðamönnum sæmir. Grunar okkur þó að toppurinn á ferðinni hafi verið gangan að eldgosinu í Geldingadal og Bláa Lóns heimsóknin.

Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir heimsóknina og þeim Lilju og Guðnýju fyrir að halda vel utan um verkefnið.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is