Hrekkjavakan í Áslandsskóla

3.11.2021

Föstudaginn 29. október síðastliðinn gerður nemendur í Áslandsskóla sér glaðan dag og tóku forskot á Hrekkjavökusæluna.  

Nemendur voru hvattir til að mæta í búningum og eldri árgangarnir nýttu sum hver tækifærið og höfðu það kósý í náttfötum þennan dag.  Skemmtilegt uppbrot og var virkilega gaman að sjá hugmyndaflug nemenda í búningasköpun.  Kennarar og annað starfsfólk tók að sjálfsögðu þátt í herlegheitunum.  

Hér að neðan má sjá nokkar myndir af yngstu árgöngunum í fullum skrúða.

 

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is