Skólaslit 1. – 9. bekkjar 10.júní. og útskrift 10. bekkjar 9. júní

3.6.2021

Nemendur mæta á sal skólans á auglýstum tíma og fara eftir það í heimastofur með umsjónarkennara og fá vitnisburð vetrarins.

Vegna gildandi samkomutakmarkana verða skólaslit nemenda að vera án foreldra að þessu sinni. Við gerum undantekningu frá þessari reglu og bjóðum foreldrum nemenda í 1.bekk og 10.bekk að vera viðstödd skólaslit. Foreldrar í öðrum árgöngum eru beðnir um að virða þessa reglu.

Tímasetningar eru sem hér segir:

1.bekkur kl. 8:30

2., 3. og 4.bekkur kl. 9:00

5., 6. og 7.bekkur kl. 9:30

8. og 9.bekkur kl. 10:00

Þeir nemendur sem komast ekki á skólaslit geta nálgast vitnisburðinn sinn á skrifstofu skólans föstudaginn 11.maí frá kl. 8:00-15:00.

Útskrift 10.bekkur miðvikudaginn 9. Júní kl. 16:30

Útskrift 10.bekkjar verður á sal skólans kl. 16.30. Athöfnin tekur um klukkustund og að lokinni útskrift verður boðið upp á veitingar í boði skólans.

Vegna samkomutakmarkana getum við aðeins tekið á móti tveimur aðstandendum með hverjum útskriftarnema.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is